Enski boltinn

Roma staðfesti komu Smalling

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Englendingurinn er farinn til Ítalíu
Englendingurinn er farinn til Ítalíu mynd/roma
Varnarmaðurinn Chris Smalling mun spila með ítalska félaginu Roma í vetur á láni frá Manchester United.

Smalling fer til Ítalíu á árslöngum lánssamningi sem kostaði Roma þrjár milljónir punda.

„Um leið og ég heyrði af áhuganum, tækifærinu að spila í nýrri deild með stóru liði sem er með stór markmið þá vissi ég að þetta væri það sem ég þyrfti,“ sagði Smalling við heimasíðu Roma.

Smalling hefur spilað fyrir Manchester United síðan árið 2010. Á þeim tíma hefur hann leikið 323 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Hann á tvo Englandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og sigur í Evrópudeildinni að baki með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×