Beint af bílaleigunni og upp á bíl Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:36 Annað framdekk jepplingsins pikkfestist í afturrúðu fólksbílsins. Erlendur Þorsteinsson Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17