Alþjóðatennissambandið dæmdi í dag Juan Carlos Saez í átta ára bann og til að greiða 10.300 punda sekt fyrir brot á reglum um hagræðingu úrslita. Sektin er upp á eina og hálfa milljón í íslenskum krónum.
Juan Carlos Saez komst hæst upp í 230. sæti á heimslistanum í september 2015 en hann er núna í 1082. sæti listans.
Former world number 230 Juan Carlos Saez has been banned for eight years and fined £10,300 ($12,500) for breaching anti-corruption rules.
More https://t.co/8tRMWiIBY6pic.twitter.com/AchtPSPM6l
— BBC Sport (@BBCSport) August 20, 2019
Þessi 28 ára Sílemaður var kallaður í viðtal af Tennis Integrity Unit. Ástæðan voru óvenjuleg veðmál í kringum leiki hans.
Saez var ekki tilbúinn að leyfa rannsóknarmönnum að skoða símann sinn. Hann viðurkenndi líka í öðru viðtali að fengið beiðni um hagræðingu úrslita og ekki látið rétta aðila vita af því.
Juan Carlos Saez telst því hafa brotið reglur gegn spillingu.