Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 18:30 Aukið eftirlit Tollgæslunnar er að skila árangri Vísir/Jóhann K. Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21
22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26
Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13