Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Uppsagnirnar eru aðallega meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð Fréttablaðið/Ernir Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51