Allrahanda tapaði hálfum milljarði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Tap Allrahanda jókst verulega á milli ára en það nam 195 milljónum árið 2017. Tekjur námu 3 milljörðum króna og drógust saman um 19 prósent. Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4 milljörðum og drógust saman um tæp 14 prósent. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið féð 473 milljónum. Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofnendurnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eiga hvor 25 prósenta hlut. Í ársreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafi verið hærri en veltufjármunir í lok síðasta árs en um mitt árið fóru stjórnendur félagsins í endurskipulagningu á rekstrinum til að jafna rekstrarhallann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og mun koma til með að skila hagstæðari afkomu,“ segir í reikningnum. Þá kemur fram að á þessu ári hafi hluthafar félagsins komið með aukið fjármagn og að samningar við viðskiptabanka félagsins um endurskipulagningu lána séu í vinnslu. „Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnist hafa á árinu 2019 að framtíðarhorfur félagsins eru jákvæðar.“ Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest tilkynntu í júlí að félögin hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Tap Allrahanda jókst verulega á milli ára en það nam 195 milljónum árið 2017. Tekjur námu 3 milljörðum króna og drógust saman um 19 prósent. Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4 milljörðum og drógust saman um tæp 14 prósent. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið féð 473 milljónum. Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofnendurnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eiga hvor 25 prósenta hlut. Í ársreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafi verið hærri en veltufjármunir í lok síðasta árs en um mitt árið fóru stjórnendur félagsins í endurskipulagningu á rekstrinum til að jafna rekstrarhallann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og mun koma til með að skila hagstæðari afkomu,“ segir í reikningnum. Þá kemur fram að á þessu ári hafi hluthafar félagsins komið með aukið fjármagn og að samningar við viðskiptabanka félagsins um endurskipulagningu lána séu í vinnslu. „Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnist hafa á árinu 2019 að framtíðarhorfur félagsins eru jákvæðar.“ Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest tilkynntu í júlí að félögin hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira