Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 08:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland. Mynd/AP. Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42