Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:30 MAST telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II. Fréttablaðið/Anton Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10