Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 13:39 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi fyrr í vikunni. Mynd/TV 2, Danmörku. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent