Vara bandaríska íþróttafólkið við því að mótmæla á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:00 Sleggjukastarinn Gwen Berry mótmælti á Pan-American leikunum í Lima í Perú. Getty/Toru Hanai Bandaríska íþróttaforystan mun ekki sýna neina þolinmæði eða miskunn taki íþróttafólk þeirra upp á því að vera með pólitísk mótmæli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Bandaríska íþróttafólkið hefur verið varað við að það muni hafa afleiðingar fyrir þau reyni þau eitthvað slíkt næsta sumar. Þessi yfirlýsing kemur fram eftir að tveir íþróttamenn mótmæltu á verðlaunapalli á Pan-American leikunum í Lima í Perú.American athletes have been warned by Team USA chiefs they will face "consequences" if they stage political protests at next year's Olympic Games. More https://t.co/VS9YXnEGhmpic.twitter.com/tv7UqnWJAh — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019Skylmingarmaðurinn Race Imboden og sleggjukastarinn Gwen Berry eru bæði á tólf mánaða skilorði eftir mótmæli sín. AP news komst yfir bréf sem íþróttafólkið fékk sent þar sem Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri bandarísku Ólympíunefndarinnar, sagði meðal annars að hún beri virðingu fyrir sjónarmiðum íþróttafólks en að þetta hafi hvorki verið staður né stund til að láta þau í ljós. Race Imboden fór niður á hné þegar þjóðsöngurinn var spilaður í verðlaunaafhendingu sinni en Gwen Berry setti hnefann upp í loft. Bæði sögðust þau vera að mótmæla óréttlæti og mismunun í bandarísku þjóðfélagi. Næsta sumar verður mjög stutt í forsetakosningar og því mikið í gangi í bandarískri pólitík. Það er því ekkert skrýtið að yfirmenn bandaríska Ólympíuliðsins hafi áhyggjur af hugsanlegum mótmælum síns íþróttafólks. Allir íþróttamenn verða að skrifa undir plagg þar sem þeir samþykkja það að vera ekki með mótmæli á Ólympíuleikum eða Pan-American leikum hvort sem þau eru pólitísk, trúarleg eða tengjast kynþáttum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Bandaríska íþróttaforystan mun ekki sýna neina þolinmæði eða miskunn taki íþróttafólk þeirra upp á því að vera með pólitísk mótmæli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Bandaríska íþróttafólkið hefur verið varað við að það muni hafa afleiðingar fyrir þau reyni þau eitthvað slíkt næsta sumar. Þessi yfirlýsing kemur fram eftir að tveir íþróttamenn mótmæltu á verðlaunapalli á Pan-American leikunum í Lima í Perú.American athletes have been warned by Team USA chiefs they will face "consequences" if they stage political protests at next year's Olympic Games. More https://t.co/VS9YXnEGhmpic.twitter.com/tv7UqnWJAh — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019Skylmingarmaðurinn Race Imboden og sleggjukastarinn Gwen Berry eru bæði á tólf mánaða skilorði eftir mótmæli sín. AP news komst yfir bréf sem íþróttafólkið fékk sent þar sem Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri bandarísku Ólympíunefndarinnar, sagði meðal annars að hún beri virðingu fyrir sjónarmiðum íþróttafólks en að þetta hafi hvorki verið staður né stund til að láta þau í ljós. Race Imboden fór niður á hné þegar þjóðsöngurinn var spilaður í verðlaunaafhendingu sinni en Gwen Berry setti hnefann upp í loft. Bæði sögðust þau vera að mótmæla óréttlæti og mismunun í bandarísku þjóðfélagi. Næsta sumar verður mjög stutt í forsetakosningar og því mikið í gangi í bandarískri pólitík. Það er því ekkert skrýtið að yfirmenn bandaríska Ólympíuliðsins hafi áhyggjur af hugsanlegum mótmælum síns íþróttafólks. Allir íþróttamenn verða að skrifa undir plagg þar sem þeir samþykkja það að vera ekki með mótmæli á Ólympíuleikum eða Pan-American leikum hvort sem þau eru pólitísk, trúarleg eða tengjast kynþáttum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum