Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:11 Ómar Benediktsson. Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi. Icelandair Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Icelandair Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira