Annar Koch-bræðra látinn Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2019 13:27 David Koch er látinn 79 ára að aldri. Getty/Bloomberg Milljarðamæringurinn David Koch, sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, er látinn 79 ára gamall. Bróðir David, Charles Koch, greindi frá andláti yngri bróður síns í yfirlýsingu í dag. NBC greinir frá. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor. Með auði sínum stuðluðu bræðurnir að uppgangi ýmissa aðila innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þeir studdu vel við kosningasjóð Mitt Romney forsetaframbjóðanda Repúblikana í kosningunum árið 2012. Eftir forval flokksins fyrir forsetakosningar 2016 ákváðu þeir að veita ekki fé í kosningasjóð Donald Trump og kusu að einbeita sér að öldungadeildar- og fulltrúadeildarkosningum. Lýstu þeir oft og tíðum að skoðanir þeirra samræmdust ekki skoðunum Trump. David Koch var fæddur í Wichita í Kansas-ríki árið 1940. Koch lærði efnaverkfræði í MIT og spilaði körfubolta með liði skólans. Setti hann þar stigamet þegar hann skoraði 21 stig að meðaltali á háskólaferlinum. Þá skoraði hann 41 stig í einum leik, met sem stóð frá 1962 til 2009. Koch var varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum 1980 en náði ekki kjöri. Fjórum árum seinni skráði hann sig í Repúblikanaflokkinn og studdi hann til dauðadags. Hann giftist Juliu Flesher árið 1996 og lætur eftir sig þrjú börn. Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23 Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16 Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Milljarðamæringurinn David Koch, sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, er látinn 79 ára gamall. Bróðir David, Charles Koch, greindi frá andláti yngri bróður síns í yfirlýsingu í dag. NBC greinir frá. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor. Með auði sínum stuðluðu bræðurnir að uppgangi ýmissa aðila innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þeir studdu vel við kosningasjóð Mitt Romney forsetaframbjóðanda Repúblikana í kosningunum árið 2012. Eftir forval flokksins fyrir forsetakosningar 2016 ákváðu þeir að veita ekki fé í kosningasjóð Donald Trump og kusu að einbeita sér að öldungadeildar- og fulltrúadeildarkosningum. Lýstu þeir oft og tíðum að skoðanir þeirra samræmdust ekki skoðunum Trump. David Koch var fæddur í Wichita í Kansas-ríki árið 1940. Koch lærði efnaverkfræði í MIT og spilaði körfubolta með liði skólans. Setti hann þar stigamet þegar hann skoraði 21 stig að meðaltali á háskólaferlinum. Þá skoraði hann 41 stig í einum leik, met sem stóð frá 1962 til 2009. Koch var varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum 1980 en náði ekki kjöri. Fjórum árum seinni skráði hann sig í Repúblikanaflokkinn og studdi hann til dauðadags. Hann giftist Juliu Flesher árið 1996 og lætur eftir sig þrjú börn.
Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23 Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16 Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump Áfall fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins, sem reyna að hægja á framgangi Trump. 3. mars 2016 13:23
Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Koch bræður hafa áhuga á því að styðja fjölmiðlarisann Meredith Corporation í kaupum á Time Inc. 16. nóvember 2017 10:16
Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. 27. nóvember 2017 07:38