Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 13:44 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári. Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári.
Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira