Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 09:00 Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Vísir/ap Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38