Ísland dregið inn í deilur um breskar kjötbökur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 15:15 Boris Johnson sagði að bökurnar væri fluttar inn til Íslands. Vísír/Getty Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan. Bretland Brexit Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan.
Bretland Brexit Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira