Það var Ok Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. ágúst 2019 10:00 Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar