Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 13:55 Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. Vísir/Vilhelm Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur. Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur.
Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira