Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2019 06:00 Barnaverndarstofa Fréttablaðið/Pjetur Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira