Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 14:47 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á ábyrgð hvers og eins að gera eitthvað í málunum. Fréttablaðið/Auðunn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum. Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum.
Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira