Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 14:47 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á ábyrgð hvers og eins að gera eitthvað í málunum. Fréttablaðið/Auðunn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum. Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum.
Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira