Innlent

Ölvaði skipstjórinn var á Viðeyjarferjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skipstjóranum hefur verið vikið frá störfum.
Skipstjóranum hefur verið vikið frá störfum. Vísir/Vilhelm
Elding harmar það atvik sem upp kom í gær er skipstjóri hjá fyrirtækinu sem sinnti ferjusiglingum var ölvaður. Ábending barst fyrirtækinu um að skipstjóri ferjunnar gæti mögulega verið ölvaður og fóru yfirmenn hans stax á staðinn og mátu að ábendingin væri á rökum reist.

Lögreglan var kvödd til og er málið í rannsókn. Elding tekur mjög strangt á málum sem þessum og hefur skipstjóranum verið vikið frá störfum.

Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og forstjóri Eldingar, harmar það að skipstjóri við störf fyrir Eldingu hafi verið handtekinn grunaður um ölvun við störf í gærkvöldi. Umræddur skipstjóri var ekki á hvalaskoðunarbáti eins og greint var frá í morgun heldur stýrði hann síðustu ferð Viðeyjarferjunni til Reykjavíkur í gær.

Rannveig segir málið sorglegt en ekki sé hægt að líða að skipstjóri sé ölvaður, hvort sem er lítið eða mikið. Starfsmenn Eldingar hafi fengið ábendingu um að skipstjórinn væri ekki eins og hann ætti að sér að vera. Yfirmenn skipstjórans fóru strax á staðinn og mátu að ábendingin væri á rökum reist.

Elding taki mjög strangt á málum sem þessum og hafi skipstjóranum verið vikið frá störfum.

Rannveig segir tvo farþega hafa verið í ferjunni þegar yfirmenn komu að honum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en skipstjórinn mun missa réttindi sín verði hann fundinn sekur um ölvun við störf.


Tengdar fréttir

Fullur með farþega í hvalaskoðun

Maðurinn sem handtekinn var við Ægisgarð í gærkvöldi grunaður um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis hafði hafði siglt Viðeyjarferjunni með farþega áður en lögregla mætti á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×