Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:25 Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00