Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Gígja Hilmarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 20:00 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Vísir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30