Röðin úr sögunni og allt gengið smurt fyrir sig Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 21:21 Tónleikagestir áttu öllu greiðari aðgang að tónlistasvæðinu í Laugardalnum í kvöld en í gær. Þessi mynd er tekin á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Gígja Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40