Röðin úr sögunni og allt gengið smurt fyrir sig Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 21:21 Tónleikagestir áttu öllu greiðari aðgang að tónlistasvæðinu í Laugardalnum í kvöld en í gær. Þessi mynd er tekin á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Gígja Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40