Enski boltinn

Pogba segist hafa gaman af lífinu í Manchester en framtíðin sé „stórt spurningarmerki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba setur þumalinn upp eftir sigurinn í gær.
Paul Pogba setur þumalinn upp eftir sigurinn í gær. vísir/getty
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, var kátur í bragði eftir að þeir rauðklæddu rúlluðu yfir Chelsea í stórleik fyrstu umferðarinnar í enska boltanum.

Pogba hefur þrálátlega verið orðaður burt frá Manchester United í sumar frá því að hann sagði í viðtali í byrjun sumars að hann væri leita eftir nýjum áskorunum.

Hann var hins vegar í byrjunarliðinu í gær en United hafði hafnað tilboði frá Real Madrid upp á litlar 27 milljónir punda auk James Rodriguez.







„Mér líður alltaf þegar vel ég spila fótbolta. Ég er að gera það sem ég elska og þetta er vinnan mín. Ég mun gefa allt mitt á meðan ég er á vellinum,“ sagði Pogba áður en hann tæklaði félagaskiptaumræðuna.

„Við vitum að það hefur mikið verið sagt en tíminn einn mun leiða það í ljós. Þetta er enn stórt spurningarmerki.“

Heimsmeistarinn segist þó glaður í Manchester.

„Ég er í Manchester og er að njóta með liðsfélögum mínum. Ég vil alltaf vinna leiki og mun gefa allt mitt meðan ég er á vellinum,“ sagði Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×