Giammattei kjörinn forseti Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 07:29 Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala. Getty/Josue Decavele Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil. Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil.
Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56