Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 12:09 Rússnesk flugskeyti hefja sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37