Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00