Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 10:36 Taika Waititi fer sjálfur með hlutverk Hitlers í myndinni. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna. Disney Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna.
Disney Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira