Öngstræti 19 Eyþór Arnalds skrifar 14. ágúst 2019 11:57 Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun