Fundu leifar forsögulegrar risamörgæsar á stærð við mann Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 12:42 Teikning af stærð risamörgæsarinnar borið saman við manneskju. AP/Canterbury-safnið Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker
Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira