Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 17:01 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, telur andstæðinga Brexit ganga erinda Evrópusambandsins. Vísir/EPA Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP
Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00