Hlé gert á leit í kvöld en sérsveitarmenn ræstir út á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 22:16 Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mikill öldugangur var í vatninu og leitarskilyrði slæm. Mynd/Landsbjörg Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina. Leitin bar ekki árangur en kafarar, þar á meðal sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, halda áfram leit á morgun. Gunnar Ingi Friðriksson formaður svæðisstjórnar Árnessýslu segir í samtali við Vísi að leitin í kvöld hafi gengið vel, veður með ágætum og vatnið tært. Um 30 manns úr björgunarsveitum Árnessýslu hófu leit um klukkan sex síðdegis. Leitað var á bátum og gengið í fjörur við sunnanvert vatnið, nánar tiltekið við Ölfusvatnsvík við Villingavatn þar sem bátur mannsins fannst á laugardag. Þá hafa kafarar frá björgunarsveitum á Suðurnesjum leitað í vatninu frá því snemma í morgun og héldu áfram fram á kvöld. Leitin var blásin af á tíunda tímanum en á morgun halda kafarar henni áfram. Þá mun kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig kafa við Steingrímsstöð. Gunnar segir að ekkert hafi fundist við leitina í kvöld sem hjálpi til við að finna manninn, hinn 41 árs Björn Debecker. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Lögregla á Suðurlandi hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að bróðir hans væri nú kominn til landsins til að fylgjast með leitinni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina. Leitin bar ekki árangur en kafarar, þar á meðal sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, halda áfram leit á morgun. Gunnar Ingi Friðriksson formaður svæðisstjórnar Árnessýslu segir í samtali við Vísi að leitin í kvöld hafi gengið vel, veður með ágætum og vatnið tært. Um 30 manns úr björgunarsveitum Árnessýslu hófu leit um klukkan sex síðdegis. Leitað var á bátum og gengið í fjörur við sunnanvert vatnið, nánar tiltekið við Ölfusvatnsvík við Villingavatn þar sem bátur mannsins fannst á laugardag. Þá hafa kafarar frá björgunarsveitum á Suðurnesjum leitað í vatninu frá því snemma í morgun og héldu áfram fram á kvöld. Leitin var blásin af á tíunda tímanum en á morgun halda kafarar henni áfram. Þá mun kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig kafa við Steingrímsstöð. Gunnar segir að ekkert hafi fundist við leitina í kvöld sem hjálpi til við að finna manninn, hinn 41 árs Björn Debecker. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Lögregla á Suðurlandi hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að bróðir hans væri nú kominn til landsins til að fylgjast með leitinni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15