Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 15:11 Omar (t.v.) og Tlaib (t.h.) hafa verið gagnrýnar á stefnu ísraelskra stjórnvalda. Þær fá ekki að heimsækja Vesturbakkann um helgina eins og þær ætluðu sér. Vísir/EPA Stjórnvöld í Ísrael ætla að banna tveimur bandarískum þingkonum sem ætluðu að heimsækja Vesturbakkann að koma til landsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Ísraela að refsa pólitískum andstæðingum hans á hátt sem sagður er fordæmalaus. Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota, og Rashida Tlaib, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Michigan, hafa verið skotspónn rasískra árása Trump forseta undanfarið. Þær voru á meðal fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump sagði að „fara aftur þangað sem þær komu frá“ á dögunum. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum en Omar kom þangað sem flóttamaður sem barn. Forsetinn hefur leynt og ljóst þrýst á ríkisstjórn Ísraels að meina þingkonunum tveimur um landvistarleyfi. Þær hafa báðar talað máli Palestínumanna og stutt sniðgöngu á Ísrael til að þrýsta á um að hernámi á landsvæðum Palestínumanna verði hætt. Þær ætluðu að heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Tlaib er af palestínskum ættum. Tzipi Hotovely, aðstoðarutanríkisráðherra Ísraels, staðfesti í dag að Omar og Tlaib yrði bannað að koma til Ísraels, að sögn Reuters. Fyrr í dag hafði Trump aukið þrýstinginn á ríkisstjórn Ísraels með tísti um þingkonurnar. „Það sýndi mikinn veikleika af Ísrael leyfði Omar og Tlaib að heimsækja. Þær hata Ísrael og alla gyðinga og það er ekkert sem er hægt að segja eða gera til að telja þeim hughvarf,“ tísti forsetinn. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vísaði til þess að Omar og Tlaib væru leiðandi baráttu fyrir sniðgöngu gegn Ísrael á Bandaríkjaþingi. Ferðaáætlun þeirra sýndi að eina markmið þeirra hefði verið að styrkja sniðgönguna og hafna lögmæti Ísraelsríkis. Ísrael væri opið fyrir gagnrýnendum og gagnrýni en ekki sniðgöngu sem skaðaði landið.It would show great weakness if Israel allowed Rep. Omar and Rep.Tlaib to visit. They hate Israel & all Jewish people, & there is nothing that can be said or done to change their minds. Minnesota and Michigan will have a hard time putting them back in office. They are a disgrace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 15, 2019 Samkvæmt lögum sem samþykkt voru árið 2017 geta ísraelsk stjórnvöld meinað fólki um landsvistarleyfi sem hefur talað fyrir sniðgöngu eða refsiaðgerðum gegn Ísrael til að þrýsta á um lok hernámsins, að því er segir í frétt New York Times. Ron Dermer, sendiherra Ísraels í Washington, sagði í síðasta mánuði að bandarískum þingmönnum yrði ekki bannað að heimsækja Ísrael og vísaði til vinasambands ríkjanna. Ekki er ljóst hvers vegna ísraelsk stjórnvöld skiptu um skoðun. Heimsókn þeirra Omar og Tlaib var skipulögð af Miftah, félagasamtökum Hanans Ashrawi, palestínsks þingmanns. Þær ætluðu meðal annars að heimsækja Hebron, Ramallah og Bethlehem á Vesturbakkanum og hernuminn hluta Austur-Jersúsalem. Einna helst fór fyrir brjóstið á ísraelskum stjórnvöldum að þær ætluðu að heimsækja al-Aqsa-moskuna sem var reist ofan á Musterishæðinni sem er helg gyðingum. Ekki er ljóst hvort að Stacey Plaskett, þingkonu demókrata frá Jómfrúareyjum, verði einnig bannað að koma til Ísraels en hún ætlaði með þeim Omar og Tlaib. Eins er ekki vitað hvort að starfsliði þeirra sé bannað að koma til landsins. New York Times segir tilraunir Trump að til að fá erlent ríki til að banna bandarískum ríkisborgurum, hvað þá bandarískum þingmönnum, að koma þangað sé eitt skýrasta brot hans á lýðræðislegum hefðum frá því að hann tók við embætti árið 2017. Trump hélt áfram árásum sínum á þingkonurnar á Twitter eftir að Ísraelar tilkynntu um ákvörðun sína. „Þingmennirnir Omar og Tlaib eru andlit Demókrataflokksins og þær HATA Ísrael!“ tísti forsetinn.Representatives Omar and Tlaib are the face of the Democrat Party, and they HATE Israel!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 15, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael ætla að banna tveimur bandarískum þingkonum sem ætluðu að heimsækja Vesturbakkann að koma til landsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Ísraela að refsa pólitískum andstæðingum hans á hátt sem sagður er fordæmalaus. Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota, og Rashida Tlaib, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Michigan, hafa verið skotspónn rasískra árása Trump forseta undanfarið. Þær voru á meðal fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump sagði að „fara aftur þangað sem þær komu frá“ á dögunum. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum en Omar kom þangað sem flóttamaður sem barn. Forsetinn hefur leynt og ljóst þrýst á ríkisstjórn Ísraels að meina þingkonunum tveimur um landvistarleyfi. Þær hafa báðar talað máli Palestínumanna og stutt sniðgöngu á Ísrael til að þrýsta á um að hernámi á landsvæðum Palestínumanna verði hætt. Þær ætluðu að heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Tlaib er af palestínskum ættum. Tzipi Hotovely, aðstoðarutanríkisráðherra Ísraels, staðfesti í dag að Omar og Tlaib yrði bannað að koma til Ísraels, að sögn Reuters. Fyrr í dag hafði Trump aukið þrýstinginn á ríkisstjórn Ísraels með tísti um þingkonurnar. „Það sýndi mikinn veikleika af Ísrael leyfði Omar og Tlaib að heimsækja. Þær hata Ísrael og alla gyðinga og það er ekkert sem er hægt að segja eða gera til að telja þeim hughvarf,“ tísti forsetinn. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vísaði til þess að Omar og Tlaib væru leiðandi baráttu fyrir sniðgöngu gegn Ísrael á Bandaríkjaþingi. Ferðaáætlun þeirra sýndi að eina markmið þeirra hefði verið að styrkja sniðgönguna og hafna lögmæti Ísraelsríkis. Ísrael væri opið fyrir gagnrýnendum og gagnrýni en ekki sniðgöngu sem skaðaði landið.It would show great weakness if Israel allowed Rep. Omar and Rep.Tlaib to visit. They hate Israel & all Jewish people, & there is nothing that can be said or done to change their minds. Minnesota and Michigan will have a hard time putting them back in office. They are a disgrace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 15, 2019 Samkvæmt lögum sem samþykkt voru árið 2017 geta ísraelsk stjórnvöld meinað fólki um landsvistarleyfi sem hefur talað fyrir sniðgöngu eða refsiaðgerðum gegn Ísrael til að þrýsta á um lok hernámsins, að því er segir í frétt New York Times. Ron Dermer, sendiherra Ísraels í Washington, sagði í síðasta mánuði að bandarískum þingmönnum yrði ekki bannað að heimsækja Ísrael og vísaði til vinasambands ríkjanna. Ekki er ljóst hvers vegna ísraelsk stjórnvöld skiptu um skoðun. Heimsókn þeirra Omar og Tlaib var skipulögð af Miftah, félagasamtökum Hanans Ashrawi, palestínsks þingmanns. Þær ætluðu meðal annars að heimsækja Hebron, Ramallah og Bethlehem á Vesturbakkanum og hernuminn hluta Austur-Jersúsalem. Einna helst fór fyrir brjóstið á ísraelskum stjórnvöldum að þær ætluðu að heimsækja al-Aqsa-moskuna sem var reist ofan á Musterishæðinni sem er helg gyðingum. Ekki er ljóst hvort að Stacey Plaskett, þingkonu demókrata frá Jómfrúareyjum, verði einnig bannað að koma til Ísraels en hún ætlaði með þeim Omar og Tlaib. Eins er ekki vitað hvort að starfsliði þeirra sé bannað að koma til landsins. New York Times segir tilraunir Trump að til að fá erlent ríki til að banna bandarískum ríkisborgurum, hvað þá bandarískum þingmönnum, að koma þangað sé eitt skýrasta brot hans á lýðræðislegum hefðum frá því að hann tók við embætti árið 2017. Trump hélt áfram árásum sínum á þingkonurnar á Twitter eftir að Ísraelar tilkynntu um ákvörðun sína. „Þingmennirnir Omar og Tlaib eru andlit Demókrataflokksins og þær HATA Ísrael!“ tísti forsetinn.Representatives Omar and Tlaib are the face of the Democrat Party, and they HATE Israel!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 15, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent