MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:23 Icelandair heldur áfram að fljúga til Portland í vor. Vísir/vilhelm Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Félagið hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við áframhaldandi kyrrsetningu og aðra þróun á markaði. Þá verður ekki flogið til bandarísku borgarinnar Portland í vetur. Heildarsætaframboð félagsins í nóvember og desember verður aukið um tæplega 3% miðað við sama tímabil 2018 . Sætaframboð til Evrópu verður aukið töluvert, t.d. til Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel og Berlínar. Heildarsætaframboð til Norður-Ameríku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðallega af fækkun áfangastaða frá fyrra ári. Þá verður ekki flogið til Portland í vetur en flug þangað hefst aftur næsta vor, að því er segir í tilkynningu. Leigusamningur einnar af þeim fimm flugvélum sem félagið bætti við flota sinn í sumar vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur verið framlengdur út október næstkomandi. Hinir leigusamningarnir verða ekki framlengdir. „Eins og fram kom í uppgjöri annars ársfjórðungs hjá félaginu, voru þegar áætluð fjárhagsleg áhrif MAX kyrrsetningarinnar metin á um 140 milljónir USD miðað við að kyrrsetningin stæði út októbermánuð en áætluð viðbótaráhrif vegna þessara breytinga liggja ekki fyrir að svo stöddu. Félagið er þegar í viðræðum við Boeing um að fá allt fjárhagslegt tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt,“ segir í tilkynningu Icelandair. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis. 15. ágúst 2019 08:00 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Félagið hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við áframhaldandi kyrrsetningu og aðra þróun á markaði. Þá verður ekki flogið til bandarísku borgarinnar Portland í vetur. Heildarsætaframboð félagsins í nóvember og desember verður aukið um tæplega 3% miðað við sama tímabil 2018 . Sætaframboð til Evrópu verður aukið töluvert, t.d. til Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel og Berlínar. Heildarsætaframboð til Norður-Ameríku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðallega af fækkun áfangastaða frá fyrra ári. Þá verður ekki flogið til Portland í vetur en flug þangað hefst aftur næsta vor, að því er segir í tilkynningu. Leigusamningur einnar af þeim fimm flugvélum sem félagið bætti við flota sinn í sumar vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur verið framlengdur út október næstkomandi. Hinir leigusamningarnir verða ekki framlengdir. „Eins og fram kom í uppgjöri annars ársfjórðungs hjá félaginu, voru þegar áætluð fjárhagsleg áhrif MAX kyrrsetningarinnar metin á um 140 milljónir USD miðað við að kyrrsetningin stæði út októbermánuð en áætluð viðbótaráhrif vegna þessara breytinga liggja ekki fyrir að svo stöddu. Félagið er þegar í viðræðum við Boeing um að fá allt fjárhagslegt tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis. 15. ágúst 2019 08:00 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis. 15. ágúst 2019 08:00
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53