Gildistaka nýju laganna hefur lítil áhrif á milligjöld Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira