Lögreglan í Madagaskar leitar nú að líki hinnar 19 ára gömlu Alana Cutland, breskum háskólanema sem lést eftir að hún opnaði dyrnar á lítilli flugvél og féll útbyrðis, stuttu eftir flugtak.
Cutland stundaði nám í náttúrufræði við Cambridge-háskólann í Bretlandi en var við störf í Madagaskar sem starfsnemi. Lögregluyfirvöld í Madagaskar hafa staðfest að Cutland hafi opnað dyrnar á lítilli flugvél skömmu eftir flugtak frá litlum flugvelli í norðurhluta Madagaskar. Féll hún útbyrðis og hrapaði til jarðar.
Lík hennar hefur ekki fundist en meðal þess sem yfirvöld í Madagaskar munu kanna er það hvort rekja megi atvikið til þess að Cutland hafi skyndilega fundið fyrir slæmum aukaverkuum vegna inntöku á malaríu-lyfjum.
Leita að líki breskrar konu sem opnaði dyrnar á flugvél og féll út
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
