Upphitun: Síðasta keppni fyrir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 1. ágúst 2019 18:00 Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í rigningunni í Þýskalandi fyrir viku. Getty Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50. Formúla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50.
Formúla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira