Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 19:15 Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur þess á fjórðungnum hafi verið 49,5 milljarðar króna. Það er eins prósents hækkun frá sama ársfjórðungi síðasta árs. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok júní var 25 prósent samanborið við 28 prósent í lok síðasta árs miðað við sömu reikningsskilareglur. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 39 prósent miðað við sama tíma á árinu 2018. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni að kyrrsetning Boeing 737 MAX-vélanna hafi haft veruleg áhrif á rekstur og afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður þess hefði í raun verið jákvæður ef ekki hefði verið fyrir kyrrsetningu vélanna í mars síðastliðnum. „Í þessum aðstæðum höfum við lagt höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu með því að bæta leiguvélum við flota félagsins í sumar. Þá hefur það verið forgangsverkefni hjá okkur að tryggja flugframboð til og frá Íslandi og þannig hefur farþegum Icelandair til Íslands fjölgað um 39% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra.“Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi segir að þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir sem ráðist hafi verið í hafi orðið talsverð röskun á flugáætlun Icelandair og starfsemi þess. Aðgerðirnar hafi þó komið í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi. Staðan sem upp kom í kjölfar kyrrsetningar MAX-vélanna hafi haft áhrif á farþega félagsins og valdið flóknum úrlausnarefnum innan félagsins og hrósar Bogi starfsfólki Icelandair fyrir frammistöðu sína „við mjög erfiðar aðstæður á háannatíma.“ „Markmið félagsins er áfram skýrt – að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. Við höfum ráðist í fjölmargar aðgerðir á síðustu misserum sem eru þegar byrjaðar að skila árangri en afkoma félagsins, án þegar áætlaðra áhrifa MAX kyrrsetningarinnar, hefur batnað milli ára,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta og fjármagnsliði sé jákvæður um 3,1 milljarð króna, án þegar áætlaðra áhrifa kyrrsetningar MAX-vélanna, og hafi því aukist um 5,6 milljarða milli ára. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi bætist ofan á þá 6,6 milljarða króna sem Icelandair Group tapaði á síðasta rekstrarári, auk þeirra 6,7 milljarða sem töpuðust á síðasta ársfjórðungi. Tap ársins 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,6 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því um miðjan marsmánuð eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið, annað í Eþíópíu en hitt í Indónesíu. Ekki liggur fyrir hvenær kyrrsetningu verður aflétt en Boeing segist vona að það verði fyrir árslok. Verð hlutabréfa í Icelandair Group hækkuðu um 0,65 prósent í dag í 74 milljón króna viðskiptum. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Tregða í þróun flugfargjalda Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Icelandair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum. 25. júlí 2019 06:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildartekjur þess á fjórðungnum hafi verið 49,5 milljarðar króna. Það er eins prósents hækkun frá sama ársfjórðungi síðasta árs. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok júní var 25 prósent samanborið við 28 prósent í lok síðasta árs miðað við sömu reikningsskilareglur. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 39 prósent miðað við sama tíma á árinu 2018. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni að kyrrsetning Boeing 737 MAX-vélanna hafi haft veruleg áhrif á rekstur og afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður þess hefði í raun verið jákvæður ef ekki hefði verið fyrir kyrrsetningu vélanna í mars síðastliðnum. „Í þessum aðstæðum höfum við lagt höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu með því að bæta leiguvélum við flota félagsins í sumar. Þá hefur það verið forgangsverkefni hjá okkur að tryggja flugframboð til og frá Íslandi og þannig hefur farþegum Icelandair til Íslands fjölgað um 39% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra.“Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi segir að þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir sem ráðist hafi verið í hafi orðið talsverð röskun á flugáætlun Icelandair og starfsemi þess. Aðgerðirnar hafi þó komið í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi. Staðan sem upp kom í kjölfar kyrrsetningar MAX-vélanna hafi haft áhrif á farþega félagsins og valdið flóknum úrlausnarefnum innan félagsins og hrósar Bogi starfsfólki Icelandair fyrir frammistöðu sína „við mjög erfiðar aðstæður á háannatíma.“ „Markmið félagsins er áfram skýrt – að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. Við höfum ráðist í fjölmargar aðgerðir á síðustu misserum sem eru þegar byrjaðar að skila árangri en afkoma félagsins, án þegar áætlaðra áhrifa MAX kyrrsetningarinnar, hefur batnað milli ára,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta og fjármagnsliði sé jákvæður um 3,1 milljarð króna, án þegar áætlaðra áhrifa kyrrsetningar MAX-vélanna, og hafi því aukist um 5,6 milljarða milli ára. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi bætist ofan á þá 6,6 milljarða króna sem Icelandair Group tapaði á síðasta rekstrarári, auk þeirra 6,7 milljarða sem töpuðust á síðasta ársfjórðungi. Tap ársins 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,6 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því um miðjan marsmánuð eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið, annað í Eþíópíu en hitt í Indónesíu. Ekki liggur fyrir hvenær kyrrsetningu verður aflétt en Boeing segist vona að það verði fyrir árslok. Verð hlutabréfa í Icelandair Group hækkuðu um 0,65 prósent í dag í 74 milljón króna viðskiptum.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Tregða í þróun flugfargjalda Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Icelandair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum. 25. júlí 2019 06:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47
Tregða í þróun flugfargjalda Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Icelandair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum. 25. júlí 2019 06:30