A$AP Rocky laus úr haldi og kveðst auðmjúkur eftir erfiða reynslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 19:32 Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi. Getty/Ray Tamarra Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi en hann hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla. Sænski dómarinn ákvað að þremenningarnir skyldu látnir lausir og þeim frjálst að yfirgefa Svíþjóð þar til dómurinn verði kveðinn upp í máli þeirra þann 14. ágúst. Rocky og tveir lífverðir hans voru ákærðir fyrir að ganga í skrokk á nítján ára sænskum manni að kvöldi dags 30. júní. Meint árás náðist á myndbandsupptöku og er hún á meðal aðalsönnunargagna í málinu. Þremenningarnir segjast allir vera saklausir og segjast hafa brugðist við áreitni þess sænska með sjálfsvörn. Málið vatt fljótt upp á sig og mátti litlu muna að milliríkjadeila væri í uppsiglingu því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra í Svíþjóð, til að reyna að sannfæra hann um að beita sér fyrir því að A$AP yrði látinn laus sem allra fyrst. Löfven sagði að í Svíþjóð væri þrískipting ríkisvalds og að hann, mætti ekki í krafti framkvæmdarvaldsins, beita áhrifum sínum innan dómskerfisins. Trump var ekki ánægður með svör sænska forsætisráðherrans. Trump fagnaði þó niðurstöðu dómarans í dag og lét í ljós ánægju sína á Twitter.A$AP Rocky released from prison and on his way home to the United States from Sweden. It was a Rocky Week, get home ASAP A$AP! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 „A$AP Rocky var sleppt úr haldi í dag og er núna á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Svíþjóð.“ Slobodan Jovicic, lögmaður rapparans, sagði að hann væri sáttur. Hann hefði sett sér tvö markmið, annað þeirra væri að Rocky yrði látinn laus í dag en hinn er að hann verði sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir tæpar tvær vikur. „Við verðum bara að bíða og sjá“. Rapparinn birti þá instagram-færslu í dag þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að hafa staðið með sér. Hann sagðist ekki geta lýst því með orðum hvað hann væri þeim þakklátur. Síðastliðinn mánuður hafi reynst honum afar erfiður en hann væri auðmjúkari fyrir vikið. View this post on InstagramTHANK YOU FROM THE BOTTOM OF MY HEART TO ALL OF MY FANS, FRIENDS AND ANYONE ACROSS THE GLOBE WHO SUPPORTED ME DURING THESE LAST FEW WEEKS I CANT BEGIN TO DESCRIBE HOW GRATEFUL I AM FOR ALL OF YOU THIS HAS BEEN A VERY DIFFICULT AND HUMBLING EXPERIENCE I WANT TO THANK THE COURT FOR ALLOWING ME BLADI AND THOTO TO RETURN TO OUR FAMILY AND FRIENDS THANKS AGAIN FOR ALL OF THE LOVE AND SUPPORT A post shared by PRETTY FLACKO (@asaprocky) on Aug 2, 2019 at 11:39am PDT Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi en hann hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla. Sænski dómarinn ákvað að þremenningarnir skyldu látnir lausir og þeim frjálst að yfirgefa Svíþjóð þar til dómurinn verði kveðinn upp í máli þeirra þann 14. ágúst. Rocky og tveir lífverðir hans voru ákærðir fyrir að ganga í skrokk á nítján ára sænskum manni að kvöldi dags 30. júní. Meint árás náðist á myndbandsupptöku og er hún á meðal aðalsönnunargagna í málinu. Þremenningarnir segjast allir vera saklausir og segjast hafa brugðist við áreitni þess sænska með sjálfsvörn. Málið vatt fljótt upp á sig og mátti litlu muna að milliríkjadeila væri í uppsiglingu því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra í Svíþjóð, til að reyna að sannfæra hann um að beita sér fyrir því að A$AP yrði látinn laus sem allra fyrst. Löfven sagði að í Svíþjóð væri þrískipting ríkisvalds og að hann, mætti ekki í krafti framkvæmdarvaldsins, beita áhrifum sínum innan dómskerfisins. Trump var ekki ánægður með svör sænska forsætisráðherrans. Trump fagnaði þó niðurstöðu dómarans í dag og lét í ljós ánægju sína á Twitter.A$AP Rocky released from prison and on his way home to the United States from Sweden. It was a Rocky Week, get home ASAP A$AP! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 „A$AP Rocky var sleppt úr haldi í dag og er núna á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Svíþjóð.“ Slobodan Jovicic, lögmaður rapparans, sagði að hann væri sáttur. Hann hefði sett sér tvö markmið, annað þeirra væri að Rocky yrði látinn laus í dag en hinn er að hann verði sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir tæpar tvær vikur. „Við verðum bara að bíða og sjá“. Rapparinn birti þá instagram-færslu í dag þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að hafa staðið með sér. Hann sagðist ekki geta lýst því með orðum hvað hann væri þeim þakklátur. Síðastliðinn mánuður hafi reynst honum afar erfiður en hann væri auðmjúkari fyrir vikið. View this post on InstagramTHANK YOU FROM THE BOTTOM OF MY HEART TO ALL OF MY FANS, FRIENDS AND ANYONE ACROSS THE GLOBE WHO SUPPORTED ME DURING THESE LAST FEW WEEKS I CANT BEGIN TO DESCRIBE HOW GRATEFUL I AM FOR ALL OF YOU THIS HAS BEEN A VERY DIFFICULT AND HUMBLING EXPERIENCE I WANT TO THANK THE COURT FOR ALLOWING ME BLADI AND THOTO TO RETURN TO OUR FAMILY AND FRIENDS THANKS AGAIN FOR ALL OF THE LOVE AND SUPPORT A post shared by PRETTY FLACKO (@asaprocky) on Aug 2, 2019 at 11:39am PDT
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30