Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 21:00 Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45
Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24