Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2019 23:06 Flugvélin kallast Silver Spitfire og er á leið umhverfis jörðina. Mynd/Silverspitfire.com Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. Tveir breskir flugmenn stefna að því að fljúga henni umhverfis jörðina á næstu fjórum mánuðum til að heiðra breska flugvélasmíði og minnast flugvélar sem breytti heimssögunni. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgir Spitfire-vélinni. Um borð í henni verða, auk flugmanna, leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar á Silverspitfire.com. Þessi tiltekna vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Leiðangurinn lenti síðdegis í bænum Lossiemouth í Norður-Skotlandi. Þaðan er stefnt að því að fljúga til Íslands á morgun með millilendingu í Færeyjum en hvort sú áætlun stenst ræðst af veðri á leiðinni. Áhafnir vélanna áætla að hvílast yfir nótt í Reykjavík áður en flogið verður áfram áleiðis til Kulusuk á Grænlandi.Svona leit flugvélin út á árum síðari heimsstyrjaldar.Mynd/Silverspitfire.com.Lagt var upp í hnattflugið eftir hádegi í dag frá Chichester-Goodwood flugvellinum við suðurströnd Englands. Hann var einn af mörgum flugvöllum breska flughersins í orustunni miklu um Bretland, The Battle of Britain. Þótt Hawker Hurricane-orustuvélin hafi reynst árangursríkari í baráttunni gegn flugflota Þjóðverja var Spitfire hampað sem sigurtákni Breta, enda hraðfleygasta vél þeirra. Supermarine Spitfire er raunar talin eiga metið sem hraðfleygasta flugvél heims með hefðbundinni loftskrúfu. Í síðari heimsstyrjöld var dæmi um að hún hefði náð 998 kílómetra hraða árið 1944 og árið 1952 mældist Spitfire á 1.110 kílómetra hraða en flugmaðurinn var þá í neyðardýfu í njósnaleiðangri yfir Kína. Alls voru yfir tuttugu þúsund eintök smíðuð af mismunandi útgáfum Spitfire á árunum 1938 til 1948. Núna eru eftir í flughæfu ástandi aðeins um fimmtíu vélar í heiminum. Fyrir áhugamenn um flugsögu síðari heimsstyrjaldar hefur þetta sumar verið óvenju gjöfult í Reykjavík, með Catalina-flugbátum og þristum, eins og sjá mátti meðal annars í þessari frétt: Einu sinni var... Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið. 16. júní 2019 20:53 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. Tveir breskir flugmenn stefna að því að fljúga henni umhverfis jörðina á næstu fjórum mánuðum til að heiðra breska flugvélasmíði og minnast flugvélar sem breytti heimssögunni. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgir Spitfire-vélinni. Um borð í henni verða, auk flugmanna, leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar á Silverspitfire.com. Þessi tiltekna vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Leiðangurinn lenti síðdegis í bænum Lossiemouth í Norður-Skotlandi. Þaðan er stefnt að því að fljúga til Íslands á morgun með millilendingu í Færeyjum en hvort sú áætlun stenst ræðst af veðri á leiðinni. Áhafnir vélanna áætla að hvílast yfir nótt í Reykjavík áður en flogið verður áfram áleiðis til Kulusuk á Grænlandi.Svona leit flugvélin út á árum síðari heimsstyrjaldar.Mynd/Silverspitfire.com.Lagt var upp í hnattflugið eftir hádegi í dag frá Chichester-Goodwood flugvellinum við suðurströnd Englands. Hann var einn af mörgum flugvöllum breska flughersins í orustunni miklu um Bretland, The Battle of Britain. Þótt Hawker Hurricane-orustuvélin hafi reynst árangursríkari í baráttunni gegn flugflota Þjóðverja var Spitfire hampað sem sigurtákni Breta, enda hraðfleygasta vél þeirra. Supermarine Spitfire er raunar talin eiga metið sem hraðfleygasta flugvél heims með hefðbundinni loftskrúfu. Í síðari heimsstyrjöld var dæmi um að hún hefði náð 998 kílómetra hraða árið 1944 og árið 1952 mældist Spitfire á 1.110 kílómetra hraða en flugmaðurinn var þá í neyðardýfu í njósnaleiðangri yfir Kína. Alls voru yfir tuttugu þúsund eintök smíðuð af mismunandi útgáfum Spitfire á árunum 1938 til 1948. Núna eru eftir í flughæfu ástandi aðeins um fimmtíu vélar í heiminum. Fyrir áhugamenn um flugsögu síðari heimsstyrjaldar hefur þetta sumar verið óvenju gjöfult í Reykjavík, með Catalina-flugbátum og þristum, eins og sjá mátti meðal annars í þessari frétt:
Einu sinni var... Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið. 16. júní 2019 20:53 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34
Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið. 16. júní 2019 20:53
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41