Bakvarðaskipti Man City og Juventus að ganga í gegn Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Kynntur hjá Englandsmeisturunum í dag vísir/getty Ætla má að leikmannaskipti á milli Englandsmeistara Manchester City og Ítalíumeistara Juventus muni ganga í gegn í dag. Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo, sem hefur verið á mála hjá Juventus í eitt ár, er á leið til Man City í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Danilo en City mun einnig þurfa að punga út nokkrum milljónum punda að auki. Cancelo er 25 ára gamall og lék 25 leiki í Serie A á síðustu leiktíð en hann lék áður með Inter Milan, Valencia og Benfica. Hann á 14 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hinn 28 ára gamli Danilo hefur spilað 54 leiki fyrir Man City síðan hann gekk í raðir félagsins frá Real Madrid sumarið 2017 fyrir tæpar 30 milljónir punda en hann kom við sögu í aðeins 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.@2DaniLuizpic.twitter.com/SAE5mgrEEQ — JuventusFC (@juventusfcen) August 7, 2019Eins og sjá má á Twitter færslu Juventus hér fyrir ofan er Danilo í læknisskoðun í Torinó í þessum skrifuðu orðum og má ætla að Cancelo sé að ganga í gegnum slíkt hið sama í Manchester borg. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Juventus í sumar en á meðal nýrra leikmanna ber helsta að nefna Matthijs de Ligt, Aaron Ramsey, Adrien Rabiot, Gianluigi Buffon auk þess sem ekki er enn útilokað að Romelu Lukaku muni bætast við hópinn áður en yfir lýkur. City hafa aftur á móti verið öllu rólegri á markaðnum þó liðið hafi vissulega keypt dýrasta leikmann í sögu félagsins þegar meistararnir festu kaup á spænska miðjumanninum Rodri frá Atletico Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Ætla má að leikmannaskipti á milli Englandsmeistara Manchester City og Ítalíumeistara Juventus muni ganga í gegn í dag. Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo, sem hefur verið á mála hjá Juventus í eitt ár, er á leið til Man City í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Danilo en City mun einnig þurfa að punga út nokkrum milljónum punda að auki. Cancelo er 25 ára gamall og lék 25 leiki í Serie A á síðustu leiktíð en hann lék áður með Inter Milan, Valencia og Benfica. Hann á 14 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hinn 28 ára gamli Danilo hefur spilað 54 leiki fyrir Man City síðan hann gekk í raðir félagsins frá Real Madrid sumarið 2017 fyrir tæpar 30 milljónir punda en hann kom við sögu í aðeins 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.@2DaniLuizpic.twitter.com/SAE5mgrEEQ — JuventusFC (@juventusfcen) August 7, 2019Eins og sjá má á Twitter færslu Juventus hér fyrir ofan er Danilo í læknisskoðun í Torinó í þessum skrifuðu orðum og má ætla að Cancelo sé að ganga í gegnum slíkt hið sama í Manchester borg. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Juventus í sumar en á meðal nýrra leikmanna ber helsta að nefna Matthijs de Ligt, Aaron Ramsey, Adrien Rabiot, Gianluigi Buffon auk þess sem ekki er enn útilokað að Romelu Lukaku muni bætast við hópinn áður en yfir lýkur. City hafa aftur á móti verið öllu rólegri á markaðnum þó liðið hafi vissulega keypt dýrasta leikmann í sögu félagsins þegar meistararnir festu kaup á spænska miðjumanninum Rodri frá Atletico Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira