Innlent

Réðst að manni með hnífi og skar hann í handlegginn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan tekur skýrslu af manninum í dag.
Lögreglan tekur skýrslu af manninum í dag. Vísir/Vilhelm
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gerir ekki ráð fyrir því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manni sem í nótt var handtekinn vegna gruns stórfellda líkamsárás í Eyjabakka í Breiðholti. Sá er sagður hafa ráðist að öðrum manni með hnífi og skorið hann í handlegg.

Var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið til aðhlynningar en hinn grunaði var vistaður í fangaklefa.

Þegar fréttamaður náði tali af Gunnari sagði hann að ekki væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða, en það yrði gert innan skamms. Maðurinn væri þó ekki „góðkunningi lögreglunnar,“ eins og oft er sagt um þá sem ítrekað komast í kast við lögin.

Þá sagði Gunnar hinn grunaða ekki hafa verið undir áhrifum áfengis og taldi ólíklegt að önnur vímuefni hafi verið í spilinu.

Meiðsli fórnarlambs árásarinnar eru talin alvarleg, en ekki lífshættuleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×