Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 23:06 Ár bráðnunarvatns á vestanverðum Grænlandsjökli 1. ágúst. Vatnið flæðir út í sjó og hækkar yfirborð sjávar. AP/Caspar Haarløv Útlit er fyrir að meira en 300 milljarðar tonna íss bráðni á Grænlandsjökli á þessu ári. Óvenjuleg hlýindi hafa þegar valdið bráðnun á um 250 milljörðum tonna íss þegar meira en mánuður er eftir af bráðnunartímabilinu. Grænland hefur ekki farið varhluta af hitabylgjunni sem gekk yfir vestanverða Evrópu nýlega. Hitinn þar var nálægt frostmarki inn á jöklinum um tíma í síðustu viku. Þegar hlýindin voru í hámarki var hitinn tólf gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Talið er að þá hafi um 12 til 24 milljarðar tonna af ís bráðnað daglega, um 6-18 milljörðum tonnum meira en að meðaltali þá daga árin 1981 til 2010. Enn eru 35 til 40 dagar eftir af sumarbráðnun. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna áætlar að 90% af yfirborði ísþekjunnar hafi bráðnað á milli 30. júlí og 3. ágúst. Bráðnun í júlí hafi verið langt yfir meðaltali. Jökullinn hafi nú þegar tapað um 250 milljörðum tonna. Washington Post segir það á við 90 milljónir sundlauga í ólympískri stærð af vatni eða vatnsneyslu allra jarðarbúa í fjörutíu ár. Árið 2012 tapaði Grænlandsjökull um 300 milljörðum tonna af yfirboði sínu. Ístapið nú er nánast það sama þrátt fyrir minni bráðnun vegna lítillar snjókomu á jöklinum í vetur. Þann snjó tók snemma upp og hlýindin hafa gengið á eldri snjó og ís á stórum hluta jökulsins. Á sama tíma er útlit fyrir árið í ár verði á meðal þeirra fimm þar sem útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur mælst minnst frá því að gervihnattaathuganir hófust við lok 8. áratugsins. Útbreiðslan í lok júlí var í lægstu lægðum og útlit er fyrir að hún minnki enn í þessum mánuði. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Útlit er fyrir að meira en 300 milljarðar tonna íss bráðni á Grænlandsjökli á þessu ári. Óvenjuleg hlýindi hafa þegar valdið bráðnun á um 250 milljörðum tonna íss þegar meira en mánuður er eftir af bráðnunartímabilinu. Grænland hefur ekki farið varhluta af hitabylgjunni sem gekk yfir vestanverða Evrópu nýlega. Hitinn þar var nálægt frostmarki inn á jöklinum um tíma í síðustu viku. Þegar hlýindin voru í hámarki var hitinn tólf gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Talið er að þá hafi um 12 til 24 milljarðar tonna af ís bráðnað daglega, um 6-18 milljörðum tonnum meira en að meðaltali þá daga árin 1981 til 2010. Enn eru 35 til 40 dagar eftir af sumarbráðnun. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna áætlar að 90% af yfirborði ísþekjunnar hafi bráðnað á milli 30. júlí og 3. ágúst. Bráðnun í júlí hafi verið langt yfir meðaltali. Jökullinn hafi nú þegar tapað um 250 milljörðum tonna. Washington Post segir það á við 90 milljónir sundlauga í ólympískri stærð af vatni eða vatnsneyslu allra jarðarbúa í fjörutíu ár. Árið 2012 tapaði Grænlandsjökull um 300 milljörðum tonna af yfirboði sínu. Ístapið nú er nánast það sama þrátt fyrir minni bráðnun vegna lítillar snjókomu á jöklinum í vetur. Þann snjó tók snemma upp og hlýindin hafa gengið á eldri snjó og ís á stórum hluta jökulsins. Á sama tíma er útlit fyrir árið í ár verði á meðal þeirra fimm þar sem útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur mælst minnst frá því að gervihnattaathuganir hófust við lok 8. áratugsins. Útbreiðslan í lok júlí var í lægstu lægðum og útlit er fyrir að hún minnki enn í þessum mánuði.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira