Mættu í vitlausum búningi og þurftu að gefa leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 09:30 Argentínsku stelpurnar fylgjast með leik liðsfélaga sinna á bekknum. AP Photo/Martin Mejia Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer. Körfubolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer.
Körfubolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira