Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 13:00 Körfuboltakonan og lífleg nunna. Myndin tengist fréttinni ekki. Samsett/Getty Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér. Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér.
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti