Nýr kóngur frá Kólumbíu Benedikt Bóas skrifar 30. júlí 2019 23:15 Egan Bernal og félagi hans frá Team Ineos, Geraint, Thomas sem vann keppnina í fyrra leiðast hér yfir endamarkið. NordicPhotos/Getty Egan Bernal, 22 ára Kólumbíumaður, kom sá og sigraði í Tour de France sem lauk á sunnudag. Þetta er fyrsti sigur Kólumbíumanna í þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims. Kólumbíumenn hafa lengi átt góða hjólreiðamenn en sá fyrsti, Cochise Rodriguez, tók þátt árið 1975. Síðan hefur landið margoft fagnað alls konar sigrum á dagleiðum en aldrei hefur Kólumbíumaður endað í gulu treyjunni. Þrír á topp tíu í ár voru frá Kólumbíu. Bernal kom í mark á undan sigurvegara síðasta árs og liðsfélaga sínum Geraint Thomas, sem varð annar. „Egan er framtíðin. Þegar ég verð 45 ára og sit á pöbbnum að horfa á hann vinna sinn tíunda Tour de France titil get ég sagt að ég kenndi honum allt sem hann kann. Það er allt í lagi að enda fyrir aftan hann,“ sagði Thomas léttur eftir keppnina.Bernal beygði af nokkrum sinnum þegar hann hélt sigurræðu sína.Bernal var einni mínútu og 11 sekúndum á undan Thomas og Hollendingurinn Steven Kruijswijk var 20 sekúndum seinni. Þetta er í sjöunda skipti sem hjólreiðakappi úr þessu liði vinnur Tour de France en það hét áður Team Sky áður en Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe keypti það og breytti því í Team Ineos. Bernal er sérfræðingur í klifri og því kom hjólreiðasérfræðingum sigur hans ekkert sérstaklega mikið á óvart. Hann var jú í góðri stöðu áður en kapparnir lögðu af stað upp Alpana sem er hans sérgrein. Hann gekk í raðir Team Sky árið 2018 eftir að hafa heillað marga með sigrum sínum í Tour Colombia og Tour of California. Hann átti að leiða lið Ineos í ítölsku keppninni, Giro d’Italia, en meiddist í Andorra. Fyrrverandi sigurvegari Tour de France, Chris Froome, meiddist svo í júní og þá var komið að Egan að láta ljós sitt skína.Þrír sigurvegarar í sama liði Bernal er þriðji yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi. Henri Cornet var aðeins 19 ára þegar hann vann keppnina árið 1904 og Francois Faber var nokkrum dögum yngri en Bernal þegar hann hampaði titlinum árið 1909. Flestir eru sammála um að ef ætti að búa til góðan hjólreiðamann myndi hann hjóla eins og Bernal. Hann beið þolinmóður fyrir aftan fremstu menn í hartnær þrjár vikur og í þunnu lofti Alpanna kom hann, sá og sigraði, sem þykir þroskað miðað við að kappinn er jú aðeins 22 ára. „Í dag er ég hamingjusamasti maður í veröldinni. Ég trúi þessu varla. Takk Gee fyrir þetta,“ sagði Bernal meðal annars í sigurræðu sinni. Tilfinningarnar báru hann ofurliði nokkrum sinnum og gerði hann hlé á ræðu sinni meðan hann þurrkaði tárin.Kólumbíumenn flykktust út á götur Frakklands til að hvetja sinn mann áfram. Í fjölmiðlum þar var þetta kallað guli draumurinn.Team Ineos er Real Madrid hjólreiðanna og margir sérfræðingar úti í hinum stóra heimi spáðu og spekúleruðu hvernig í ósköpunum liðið ætlaði að hafa þrjá sigurvegara Tour de France á sinni skrá. Froome er vissulega 35 ára en vill, miðað við tístin hans í vikunni, vinna sína fimmtu gulu treyju. Thomas hefur ekki sagt sitt síðasta og Bernal er rétt að byrja. Keppnin í ár hefur nánast boðið upp á allt. Meira að segja aurskriðu. Eftir mikla tiltekt innan hjólreiðanna þá var eitthvað í loftinu. Samkvæmt Financial Times hefur aldrei verið horft jafn mikið á Tour de France. Áhorfendur flykktust út á göturnar og keppnin minnti stundum á fótboltaleik – slík voru lætin. Og dramað og hversu mjótt var á mununum hefur glatt marga. Þá birtust lyfjaeftirlitsmenn á stundum þegar enginn átti von á þeim og ekki hafa enn borist fréttir af því að hjólreiðamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Slíkt er jákvætt fyrir íþróttina sem heftur haft lyfjaskugga yfir sér í alltof mörg ár. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Hjólreiðar Kólumbía Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira
Egan Bernal, 22 ára Kólumbíumaður, kom sá og sigraði í Tour de France sem lauk á sunnudag. Þetta er fyrsti sigur Kólumbíumanna í þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims. Kólumbíumenn hafa lengi átt góða hjólreiðamenn en sá fyrsti, Cochise Rodriguez, tók þátt árið 1975. Síðan hefur landið margoft fagnað alls konar sigrum á dagleiðum en aldrei hefur Kólumbíumaður endað í gulu treyjunni. Þrír á topp tíu í ár voru frá Kólumbíu. Bernal kom í mark á undan sigurvegara síðasta árs og liðsfélaga sínum Geraint Thomas, sem varð annar. „Egan er framtíðin. Þegar ég verð 45 ára og sit á pöbbnum að horfa á hann vinna sinn tíunda Tour de France titil get ég sagt að ég kenndi honum allt sem hann kann. Það er allt í lagi að enda fyrir aftan hann,“ sagði Thomas léttur eftir keppnina.Bernal beygði af nokkrum sinnum þegar hann hélt sigurræðu sína.Bernal var einni mínútu og 11 sekúndum á undan Thomas og Hollendingurinn Steven Kruijswijk var 20 sekúndum seinni. Þetta er í sjöunda skipti sem hjólreiðakappi úr þessu liði vinnur Tour de France en það hét áður Team Sky áður en Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe keypti það og breytti því í Team Ineos. Bernal er sérfræðingur í klifri og því kom hjólreiðasérfræðingum sigur hans ekkert sérstaklega mikið á óvart. Hann var jú í góðri stöðu áður en kapparnir lögðu af stað upp Alpana sem er hans sérgrein. Hann gekk í raðir Team Sky árið 2018 eftir að hafa heillað marga með sigrum sínum í Tour Colombia og Tour of California. Hann átti að leiða lið Ineos í ítölsku keppninni, Giro d’Italia, en meiddist í Andorra. Fyrrverandi sigurvegari Tour de France, Chris Froome, meiddist svo í júní og þá var komið að Egan að láta ljós sitt skína.Þrír sigurvegarar í sama liði Bernal er þriðji yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi. Henri Cornet var aðeins 19 ára þegar hann vann keppnina árið 1904 og Francois Faber var nokkrum dögum yngri en Bernal þegar hann hampaði titlinum árið 1909. Flestir eru sammála um að ef ætti að búa til góðan hjólreiðamann myndi hann hjóla eins og Bernal. Hann beið þolinmóður fyrir aftan fremstu menn í hartnær þrjár vikur og í þunnu lofti Alpanna kom hann, sá og sigraði, sem þykir þroskað miðað við að kappinn er jú aðeins 22 ára. „Í dag er ég hamingjusamasti maður í veröldinni. Ég trúi þessu varla. Takk Gee fyrir þetta,“ sagði Bernal meðal annars í sigurræðu sinni. Tilfinningarnar báru hann ofurliði nokkrum sinnum og gerði hann hlé á ræðu sinni meðan hann þurrkaði tárin.Kólumbíumenn flykktust út á götur Frakklands til að hvetja sinn mann áfram. Í fjölmiðlum þar var þetta kallað guli draumurinn.Team Ineos er Real Madrid hjólreiðanna og margir sérfræðingar úti í hinum stóra heimi spáðu og spekúleruðu hvernig í ósköpunum liðið ætlaði að hafa þrjá sigurvegara Tour de France á sinni skrá. Froome er vissulega 35 ára en vill, miðað við tístin hans í vikunni, vinna sína fimmtu gulu treyju. Thomas hefur ekki sagt sitt síðasta og Bernal er rétt að byrja. Keppnin í ár hefur nánast boðið upp á allt. Meira að segja aurskriðu. Eftir mikla tiltekt innan hjólreiðanna þá var eitthvað í loftinu. Samkvæmt Financial Times hefur aldrei verið horft jafn mikið á Tour de France. Áhorfendur flykktust út á göturnar og keppnin minnti stundum á fótboltaleik – slík voru lætin. Og dramað og hversu mjótt var á mununum hefur glatt marga. Þá birtust lyfjaeftirlitsmenn á stundum þegar enginn átti von á þeim og ekki hafa enn borist fréttir af því að hjólreiðamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Slíkt er jákvætt fyrir íþróttina sem heftur haft lyfjaskugga yfir sér í alltof mörg ár.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Hjólreiðar Kólumbía Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira