Stal upplýsingum um milljónir manna og stærði sig af því á netinu Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. júlí 2019 08:45 Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Vísir/getty Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna. Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna.
Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira